Dagsetning Tilvísun
6. júlí 1990 106/90
Virðisaukaskattur – vöruflutningar.
Með bréfi yðar, sem móttekið var hjá ríkisskattstjóra 30. nóv. 1989, er leitað álits ríkisskattstjóra á því hvort starfsemi fyrirtækisins sé virðisaukaskattsskyld. Með bréfi, dags. 7. júní sl., er að beiðni ríkisskattstjóra gefin nánari lýsing á starfseminni.
Fram kemur að fyrirtækið er einn hlekkur í keðju sambærilegra fyrirtækja víða um heim sem annast flutning á skjölum og vörum milli landa. Fyrirtækið gengur frá sendingu og farmbréfi og flytur með eigin bifreið (hraðboða) til Keflavíkurflugvallar og kemur sendingunni í flug. Erlent systurfyrirtæki tekur síðan við sendingunni við komu flugvélar, afgreiðir hjá þarlendum tollyfirvöldum og kemur henni á áfangastað. Á sama hátt er það hluti af starfsemi íslenska fyrirtækisins að taka á móti sendingum erlendis frá og koma þeim til viðtakenda.
Hver aðili í keðjunni fær aðeins greitt fyrir þær sendingar sem hún afgreiðir frá sér og miðast gjaldskrá fyrir þessa hraðflutningsþjónustu við þyngd sendingar.
Samkvæmt framangreindri lýsingu virðist starfsemi fyrirtækisins felast í flutningaþjónustu. Að áliti ríkisskattstjóra er starfsemin skattskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þegar um er að ræða vöruflutning til útlanda er þóknun fyrirtækisins (flutningsgjaldið) undanþegin skattskyldri veltu (ber „núll-skatt“), sbr. 2. tölul. l. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.