Dagsetning Tilvísun
6. júlí 1990 108/90
Virðisaukaskattur – Bifreiðaskoðun Íslands hf.
Ríkisskattstjóra hafa borist fyrirspurnir um hvort greiða beri virðisaukaskatt af greiðslum til Bifreiðaskoðunar Íslands hf. fyrir nýskráningu, eigendaskipti og skráningarmerki á bifreið. Ríkisskattstjóra er kunnugt um þá skoðun fyrirtækisins að greiðslur fyrir nýskráningu og eigendaskipti séu undanþegnar virðisaukaskatti á þeim grundvelli að um sé að ræða e-k opinbera gjaldtöku; viðhald opinberrar skrár.
Að áliti ríkisskattstjóra er Bifreiðaskoðun Íslands hf. skattskyldur aðili samkvæmt lögum um virðisaukaskatt á grundvelli l. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna, enda er um hlutafélag að ræða. Sá fyrirvari sem greinir í 4. tölul. sömu málsgreinar hefur þar af leiðandi ekki þýðingu í þessu sambandi. Ekkert undanþáguákvæði 3. mgr. 2. gr. laganna tekur til starfsemi fyrirtækisins.
Með hliðsjón af framansögðu telur ríkisskattstjóri að innheimta beri virðisaukaskatt af öllum þjónustugjöldum Bifreiðaskoðunar Íslands hf.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.
Afrit: Bílgreinasamband Íslands.