Dagsetning                       Tilvísun
6. júlí 1990                             110/90

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda

 

Vísað er til erindis yðar, dags. 26. júní sl., þar sem segir að stjórn sjálfseignarstofnunarinnar „Heimili fyrir aldraða G“ hafi falið yður að kanna heimild þeirra til endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna byggingarframkvæmda sem stofnunin stendur að fyrir aldraða í G. Fram kemur að um er að æða átta tveggjamanna íbúðir og fjórar einsmanns íbúðir sem verða seldar eða leigðar út.

Virðisaukaskattur af vinnu manna við byggingu íbúða er endurgreiddur til húsbyggjenda, sbr. reglugerð nr. 641/1989, hvort sem þær eru byggðar til eigin nota eða sölu eða leigu á almennum markaði eða sérstaklega ætlaða öldruðum. Ákvæði um framkvæmd endurgreiðslunnar er að finna í nefndri reglugerð nr. 641/1989. Ekki er um að ræða útgáfu sérstakra skírteina til framvísunar í þessu sambandi, heldur er íbúðarbyggjendum ætlað að sækja um endurgreiðslu til skattstjóra, sbr. meðf. eyðublað RSK 10.17.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.