Dagsetning                       Tilvísun
23. júlí 1990                             115/90

 

Vsk. – afgreiðslugjald flugvéla í innanlandsflugi.

Með bréfi yðar, dags. 21. febrúar 1994, er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort leggja beri virðisaukaskatt á afgreiðslugjöld vegna flugvéla í innanlandsflugi. Fram kemur að afgreiðslu flugvéla megi í grófum dráttum skipta í tvo megin þætti; (a) þjónustu sem fer fram innan flugstöðvarbyggingar, s.s. upplýsingastarfsemi, útgáfa (sala) farseðla, bókanir og innritanir, og (b) starfsemi sem fer fram á flugvélahlaði við flugvélina sjálfa, þ.e. hleðsla og afhleðsla á farangri og önnur þjónusta.

Til svars erindinu skal tekið fram að reglugerð nr. 562/1989, um virðisaukaskatt af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota innan óskattskyldra fyrirtækja og stofnana, tekur ekki til þeirrar starfsemi sem lýst er í bréfi yðar. Þar af leiðir að flugfélög greiða ekki virðisaukaskatt af vinnu eigin starfsmanna (launþega) við umrædd afgreiðslustörf.

Þjónusta verktaka sem flugfélag kaupir til þessara starfa er að áliti ríkisskattstjóra skattskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Ekki verður talið að hún geti fallið að neinu leyti undir ákvæði 6. eða 13. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna, heldur er hér um að ræða aðföng flugfélags, þ.e. 4. mgr. greinarinnar á við í þessu tilviki.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.