Dagsetning Tilvísun
30. júlí 1990 120/90
Virðisaukaskattur af fæðissölu í veiðihúsum.
Því er hér með beint til allra skattstjóra að hlutast til um að með virðisaukaskattsskýrslu þeirra aðila sem hafa með höndum fæðissölu í veiðihúsum fylgi yfirlit er sýni:
- Selda fæðisdaga vegna dvalargesta.
- Reiknaða fæðisdaga vegna starfsfólks.
Hafi tekjum af fæðissölu ekki verið haldið aðgreindum frá öðrum tekjum og kostnaði í bókhaldi þessara aðila, er skattstjórum rétt að fallast á að virðisaukaskattsuppgjör verði með eftirfarandi hætti:
- Selt fæði til gesta skal meta, og skal matið ekki vera lægra en mat Ferðakostnaðarnefndar ríkisins, þegar hún metur ferðakostnað ríkisstarfsmann ferðalögum innan lands. Þetta mat mun vera kr. 3.460.- á dag frá l. júní 1990 (sjá orðsendingu frá staðgreiðsludeild RSK nr.7/90).
- Fæði til starfsmanna (starfsmanna í eldhúsi og matsal, til veiðivarða og leiðsögumanna) skal meta samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra fyrir árið 1990. Þetta mat mun vera kr. 635.- á dag (sjá orðsendingu frá staðgreiðsludeild RSK nr.2/90)
- Útskatt skal reikna affæði til gesta og starfsmanna skv. 1. og 2. tölul. hér að framan.
- Til frádráttar kemur innskattur á allt hráefni og aðrar rekstrarvörur í eldhúsi.
Tekið skal fram að framangreindar reglur eru til bráðabirgða þar sem almennar reglur um mötuneyti o. f l. eru ekki að fullu frágengnar hjá embætti ríkisskattstjóra.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.