Dagsetning                       Tilvísun
27. sep. 1990                             134/90

 

Virðisaukaskattur af starfsemi Þjóðleikhússins.

Ríkisskattstjóri hefur móttekið bréf yðar, dags. 22. janúar 1990. Í bréfinu er starfsemi Þjóðleikhússins lýst og óskað upplýsinga um hvaða þættir hennar teljist skattskyldir samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.

Miðað við þær upplýsingar sem fram koma í bréfinu virðast eftirtaldir þættir starfseminnar skattskyldir:

–           Sælgætissala.
–           Starfsemi Leikhúskjallarans (veitingasala og aðgangseyrir).
–           Mötuneyti (fæði selt starfsmönnum).
–           Lausafjárleiga, þ.e. leiga leikmuna og búninga.

Undanþegnir þættir eru:

–           Leiksýningar, þ.e. sala aðgöngumiða, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 2. gr. vskl. Sama gildir að áliti ríkisskattstjóra um sölu á leikskrám, sem seldar eru gestum á kostnaðarverði, en samkvæmt bréfi yðar er sala auglýsinga í leikskrár ekki á vegum hússins.
–           Starfsemi bókasafns, sbr. sama lagaákvæði.
–           Starfsemi Listdansskólans, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 2. gr. vskl.
–           Húsaleigutekjur, sbr. 8. tölul. 3. mgr. 2. gr. vskl.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.