Dagsetning Tilvísun
11. okt. 1990 140/90
Með bréfi yðar, dags. 19. júní 1990, er þess óskað að ríkisskattstjóri taki til endurskoðunar álit sitt og túlkun á lögum um virðisaukaskatt, sem fram kom í bréfi embættisins til yðar, dags. 11. júní 1990, vegna R.
Ríkisskattstjóri hefur athugað gögn þau sem fylgdu bréfi yðar, en telur ekki efni til að breyta fyrri afstöðu sinni varðandi virðisaukaskatt af umræddum bókaflokk.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Jón Guðmundsson,
forstm. gjaldadeildar.