Dagsetning                       Tilvísun
20. des. 1990                             183/90

 

Virðisaukaskattur – hreingerningar.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 9. október sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort hreingerningarmönnum beri að innheimta virðisaukaskatt.

Hreingerningar eru skattskyld starfsemi, sbr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Því ber ætíð að innheimta og skila virðisaukaskatti af hreingerningum sem stundaðar eru í atvinnuskyni.

Samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 85/1990 skal endurgreiða eigendum íbúðarhúsnæðis virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna við viðhald þess. Nánari ákvæði um þessar endurgreiðslur er að finna í reglugerð nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði. Samkvæmt 5. tölul. 4. gr. reglugerðarinnar er ekki endurgreiddur virðisaukaskattur af vinnu við ræstingu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.

 

Hjál.. Reglugerð nr. 449/1990.