Dagsetning                       Tilvísun
20. des. 1990                            186/90

 

Vsk. – verkefnisstjórnun á byggingarstað.

Með bréfi yðar, dags. 13. ágúst sl., er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort byggjandi íbúðarhúsnæðis fái endurgreiddan virðisaukaskatt sem honum er gert að greiða af verkefnisstjórnun og byggingareftirliti á byggingarstað.

Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. reglug. nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, nær endurgreiðsla ekki til virðisaukaskatts sem greiddur er af hvers konar sérfræðiþjónustu s.s. þjónustu verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort þjónustan er látin í té á stofu sérfræðings eða á byggingarstað. Sama regla gilti samkvæmt eldri reglugerð, sbr. 2. mgr. 2. gr. reglug. nr. 641/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggjenda íbúðarhúsnæðis.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.