Dagsetning Tilvísun
20. des. 1990 189/90
Virðisaukaskattur á þóknun félags fyrir veitta þjónustu við framkvæmd samkeppni.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 25. apríl sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts vegna þóknunar fagfélags fyrir veitta þjónustu við framkvæmd samkeppni.
Það er meginregla laga um virðisaukaskatt, sbr. 2. gr., að skattskylda skv. lögunum tekur til allra vara og verðmæta, svo og vinnu og þjónustu, nema skattskyldan sé sérstaklega undanþegin, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Veitt aðstoð við framkvæmd hugmyndasamkeppni verður ekki talin falla undir neitt undanþáguákvæði laganna. Það leiðir til þess að félaginu ber að innheimta virðisaukaskatt af nefndri þóknun, enda sé samtals sala félagsins á vörum og skattskyldri þjónustu yfir veltumörkum 3. tölul. 4. gr. laganna.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.