Dagsetning                       Tilvísun
20. des. 1990                             192/90

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af fersku innlendu grænmeti, sbr. reglugerð nr. 637/1989.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 7. desember sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort sveppir, sem ræktaðir eru á Íslandi, falli undir ákvæði 4. tölul. 2. gr. reglug. nr. 637/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af matvöru.

Að áliti ríkisskattstjóra tekur endurgreiðsluákvæði þetta til sveppa sem ræktaðir eru hér á landi og seldir ferskir.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.