Dagsetning                       Tilvísun
20. des. 1990                            194/90

 

Form sölureikninga.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 10. janúar sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort tiltekið form sölureikninga vegna starfsemi, sem að hluta er skattskyld samkvæmt lögum um virðisaukaskatt og að hluta utan skattskyldusviðs laganna, falli að þeim kröfum sem gerðar eru um form og efni sölureikninga.

Til svars erindinu vísast til 4. mgr. 20. gr. laga um virðisaukaskatt, sbr. 5. gr. reglug. nr. 501/1989, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila. Samkvæmt þessum ákvæðum er óheimilt að færa á sama sölureikning bæði skattskylda sölu og sölu sem er undanþegin virðisaukaskatti. Engin heimild er til þess að veita undanþágu frá nefndum ákvæðum.

Um form sölureikninga vísast til bréfs ríkisskattstjóra til allra skattstjóra frá 2. ágúst 1990 sem hjálagt fylgir.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.