Dagsetning                       Tilvísun
14. jan. 1991                             195/91

 

Virðisaukaskattur af sjónvarpsstarfsemi.

Vísað er til bréfs umboðsmanns yðar, dags. 31. október sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort starfsemi sú sem lýst er í bréfinu sé virðisaukaskattsskyld. Starfseminni er þannig lýst:

„Hann hefur leyfi til útvarps- og sjónvarpsrekstrar. Hann sér eingöngu um að dreifa S. Hann kaupir efni af S í heildsölu og dreifir því. Hann gerir skil á afnotagjöldum til þeirra fyrir það efni.“

Útvarpsrekstur er virðisaukaskattsskyld starfsemi. Byggist skattskyldan á meginreglu virðisaukaskattslaga um skattskyldu þjónustu sem fram kemur í 2. mgr. 2. gr. laganna. Hluti seldrar þjónustu er hins vegar undanþeginn skattskyldri veltu, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna (afnotagjöld útvarpsstöðva). Af því leiðir að þér innheimtið ekki útskatt af afnotagjöldum. Hins vegar skal gera grein fyrir þessum rekstrartekjum í reit B á virðisaukaskattsskýrslu. Innheimta skal og skila virðisaukaskatti af auglýsingatekjum og annarri skattskyldri sölu.

Útvarpsstöð hefur rétt til frádráttar innskatts – að teknu tilliti til reglna 16. gr. laganna – jafnt af aðföngum er varða afnotagjöld sem auglýsingatekjur og aðrar tekjur, enda beri hin keyptu aðföng virðisaukaskatt. S sem selur yður sjónvarpsefni til endursýningar skal innheimta virðisaukaskatt (útskatt) af þeirri sölu, en sá skattur kemur síðan sem innskattur hjá yður.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.

 

Afrit: Í