Dagsetning Tilvísun
28. jan. 1991 222/91
Virðisaukaskattur – myndbönd.
Með bréfi yðar, dags. 28. febrúar 1990, er þeirri spurningu varpað til ríkisskattstjóra hvort einhverjir aðilar, einkaaðilar eða opinberir aðilar, séu undanþegnir virðisaukaskatti eða hafi verið undanþegnir söluskatti þegar keypt er inn myndefni á myndsnældum og/eða þegar slíkt efni er leigt út.
Æskilegt er að gerð væri nánari grein fyrir fyrirspurninni, m.a. tilefni hennar, til þess að unnt sé að svara þeim atriðum sem fyrirspurnin lýtur að. Almennt skal tekið fram að skattskylda samkvæmt lögum um virðisaukaskatt nær til allrar vöru og verðmæta, svo og vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, sem ekki er sérstaklega undanþegin skattskyldu. Útleiga lausafjár, svo sem myndbanda, í atvinnuskyni er skattskyld starfsemi samkvæmt þessum meginreglum. Í sumum tilvikum er heimilt að halda leigufjárhæð utan skattskyldrar veltu, sbr. nánar l. mgr. 12. gr. laga um virðisaukaskatt og reglugerð nr. 194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila o.fl. Sé sala utan skattskyldrar veltu reiknast ekki virðisaukaskattur af henni.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.