Dagsetning Tilvísun
28. jan. 1991 224/91
Virðisaukaskattur vegna kvikmyndastarfsemi fyrir erlenda aðila.
Með bréfi yðar, dags. 15. janúar 1991, er gerð grein fyrir því að kvikmyndagerðarfyrirtæki muni selja erlendri sjónvarpsstöð þjónustu og fagkunnáttu vegna töku kvikmyndar hér á landi. Í þessu sambandi er spurt:
- Hvort hægt sé að fá sérstakt virðisaukaskattsnúmer fyrir þetta ákveðna samstarfsverkefni til að auðvelda bókhald?
- Hvort hægt sé að gera upp virðisaukaskatt í einu lagi við lok verkefnisins, en starfsemin verður á tímabilinu frá 1. febrúar til 1. september?
Til svars erindinu skal eftirfarandi tekið fram:
Um l:
Samkvæmt 6. mgr. 24. gr. laga um virðisaukaskatt getur aðili sem hefur með höndum margþættan atvinnurekstur sótt um til skattstjóra að fá að skila sérstakri skýrslu fyrir hverja sjálfstæða rekstrareiningu. Það er síðan á valdi skattstjóra hvort hann fellst á umsóknina eða ekki.
Um 2:
Samkvæmt l. mgr. 24. gr. sömu laga er uppgjörstímabil virðisaukaskatts tveir mánuðir. Ekki er lagaheimild til að lengja uppgjörstímabil frá því sem þar er ákveðið.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.