Dagsetning Tilvísun
4. feb. 1991 239/91
Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda við sendiherrabústað.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 12. febrúar 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts vegna endurbóta á húseign sendiráðs í Reykjavík. Í bréfinu segir að um sé að ræða íbúðarhús sem ekki sé notað til annarrar starfsemi.
Til svars erindinu skal eftirfarandi tekið fram:
Samkvæmt l. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 532/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sendimanna erlendra ríkja, ber erlendum sendiráðum og sendierindrekum, sem kaupa vöru eða skattskylda þjónustu hér á landi, að greiða virðisaukaskatt og aðra óbeina skatta eftir þeim reglum sem almennt gilda á Íslandi um þau viðskipti. Í 2. mgr. sömu greinar eru ákvæði um að erlend sendiráð og sendierindrekar geti fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af tilteknum vörum.
Sendiráð og sendierindrekar geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatts vegna vinnu manna á byggingarstað vegna endurbóta og viðhalds íbúðarhúsnæðis í þeirra eigu samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.