Dagsetning                       Tilvísun
22. feb. 1991                            247/91

 

Frestur til að skila virðisaukaskattsskýrslu.

Með bréfi yðar, dags. 30. janúar 1991, er þess farið á leit við ríkisskattstjóra að félagið fái frest til 15. mars nk. til að skila lokaskýrslu virðisaukaskatts vegna ársins 1990. Fram kemur að ársuppgjör félagsins, sem hefur með höndum starfsemi sem að hluta er skattskyld og að hluta undanþegin virðisaukaskatti, fyrir árið 1990 verður ekki tilbúið fyrr en 15. mars og því verði endanleg hlutfallstala milli skattskyldrar og skattfrjálsrar veltu ekki áreiðanleg fyrr en í byrjun þess mánaðar.

Ákvæði um gjalddaga virðisaukaskatts er að finna í 2. mgr. 24. gr. virðisaukaskattslaga, sbr. reglugerð nr. 529/1989, um framtal og skil á virðisaukaskatti. Ríkisskattstjóri hefur ekki heimild til að veita undanþágur frá þessum ákvæðum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.