Dagsetning                       Tilvísun
19. apríl 1991                            268/91

 

Virðisaukaskattur af þjónustu fyrir erlendan aðila.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 20. mars sl., þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts af þjónustu lögmanns við innheimtu á vanskilum á leigugreiðslum fyrir danskt fyrirtæki sem leigði ýmis tæki til íslensks aðila samkvæmt leigusamningum frá 1986 og 1987.

Til svars erindinu sendist yður ljósrit af bréfi ríkisskattstjóra til L, dags. 28. maí. 1990, þar sem gerð er grein fyrir helstu ákvæðum reglugerðar nr. 194/1990, en hún hefur að geyma reglur um það hvenær halda megi andvirði seldrar þjónustu utan virðisaukaskattsskyldrar veltu.

Af því sem fram kemur í bréfi yðar virðist ríkisskattstjóra að hið danska fyrirtæki myndi teljast skráningarskyldur aðili ef það væri starfandi hér á landi. Samkvæmt því er þóknun fyrir lögmannsstörf í þess þágu undanþegin skattskyldri veltu á grundvelli b-liðar l. mgr. l. gr. nefndrar reglugerðar, enda láti fyrirtækið yður í té vottorð frá dönskum skattyfirvöldum af því tagi sem um ræðir í 2. mgr. l. gr. reglugerðarinnar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.