Dagsetning                       Tilvísun
21. maí 1991                             272/91

 

Virðisaukaskattur af mötuneyti og þjónustustöð fyrir bifreiðar.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 6. janúar 1990, þar sem óskáð er álits ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts vegna tveggja þátta í starfsemi embættis Lögreglustjórans í Reykjavík. Þeir eru:

  1. Rekstur mötuneytis fyrir starfsmenn embættisins og nokkrar aðrar ríkisstofnanir.
  1. Rekstur þjónustustöðvar fyrir bifreiðar. Um er að ræða smáviðgerðir og hreinsun en að öðru leyti fara viðgerðir fram á verkstæðum viðkomandi bifreiðaumboða.

Til svars erindinu skal eftirfarandi tekið fram:

Um 1. lið.

Um þennan þátt erindisins vísast til hjálagðra leiðbeininga ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt af starfsemi starfsmannamötuneyta.

Um 2. lið.

Samkvæmt 3. gr. reglug. nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, skulu fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga, stofnanir þeirra eða þjónustudeildir, sem hafa það að meginmarkmiði að framleiða vörur eða inna af hendi þjónustu til eigin nota, greiða virðisaukaskatt af starfsemi sinni að því leyti sem hún er rekin í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Að áliti ríkisskattstjóra fellur rekstur þjónustustöðvar fyrir lögreglubifreiðar undir þetta ákvæði.

Við innheimtu á útskatti skal skattverð miðað við almen gangverð í samskonar viðskiptum og við skil á skatti í ríkissjóð má draga innskatt af aðföngum frá útskatti samkvæmt almennum reglum virðisaukaskattslaga.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.