Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 300/91
Efni: Viráisaukaskattur – útgáfustarfsemi.
Vísaá er til bréfs yðar, dags. 22. maí 1990, þar sem Ieitað er álits ríkisskattstjóra á því hvernig fara skuli með viráisaukaskatt af „Neytendablaðinu“ sem Neytendasamtökin gefa út. Fram kemur aá ritið er sent félagsmönnum gegn greiðslu félagsgjalds, en einnig er um aá ræáa nokkrar auglýsingatekjur. Ritið mun vera selt í lausasölu á almennum markaði.
Ríkisskattstjóri hefur nú gefiá út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar.
Eins og fram kemur í leiðbeiningunum (kafla 2.3, a-lið) lítur ríkisskattstjóri svo á félagasamtök séu skráningarskyld vegna regiulegrar og varanlegrar útgáfustarfsemi sinnar ef hagnaður er af útgáfunni, þ.e. þegar tekjur af sölu viðkomandi rits og af auglýsingasölu er almennt hærri en kostnaður við útgáfu, enda nemi tekjur a.m.k. 172.300 kr. á ári {miáaá við byggingarvísitölu 1. janúar 1991). Sérstakar viámiðunarreglur gilda þegar svo hagar til að áskrifendur eru ekki krafðir um sérstakt endurgjald fyrir ritiá.
Það er álit ríkisskattstjóra að útgáfa Neytendablaásins sé skráningarskyid samkvæmt þeim viámiðunarreglum sem að framan greinir.
Skráning leiðir til þess að skylt er að innheimta og skila viráisaukaskatti af auglýsingasölu. Jafnframt fæst endurgreiddur (frádreginn) sá viráisaukaskattur sem félagið greiáir vegna prentunar ritsins og annars beins kostnaóar við útgáfu þess.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.