Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             307/91

 

Virðisaukaskattur – auglýsinga- og fréttablað.

Ríkisskattstjóri hefur 26. janúar 1990 móttekið bréf yðar varðandi virðisaukaskatt af auglýsinga- og fréttablað sem samtökin gefa út. Fram kemur í erindinu að blaðið kemur út 3-4 sinnum á ári og er tilgangur útgáfunnar að safna fé til starfsemi samtakanna.

Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar. Í kafla 2.3 er fjallað um útgáfustarfsemi félagasamtaka. Eins og þar kemur fram lítur ríkisskattstjóri svo á að varanleg og regluleg útgáfa félagasamtaka sé skráningarskyld ef hagnaður er af útgáfunni, enda nemi tekjur a.m.k. 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu 1. janúar 1991). Sama gildir um útgáfu auglýsingablaða í fjáröflunarskyni.

Skráning veldur því að útgefandi er skyldur til að innheimta og skila virðisaukaskatti af sölu auglýsinga, þ.m.t. styrktarlínum, í viðkomandi rit. Jafnframt fæst virðisaukaskattur af beinum útgáfukostnaði endurgreiddur (frádreginn) sem innskattur, sjá nánar kafla 5.1 í leiðbeiningunum.

Tekið skal fram vegna þess sem fram kemur í bréfi yðar að útgáfa blaða og tímarita getur ekki fengið undanþágu frá virðisaukaskatti á grundvelli reglugerðar nr. 564/1989, um góðgerðarstarfsemi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson