Dagsetning Tilvísun
22. júlí 1991 314/91
Virðisaukaskattur – útgáfa tímarits.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 23. ágúst 1990, um virðisaukaskatt af prentun tímaritsins B sem félagið gefur út. Fram kemur í erindi yðar að tímaritinu er dreift án sérstaks endurgjalds til félagsmanna.
Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi. Fylgja þær hjálagðar. Í kafla 2.3 er sérstaklega fjallað um útgáfustarfsemi félagasamtaka.
Að áliti ríkisskattstjóra getur útgáfa B ekki talist skráningarskyld starfsemi samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Útgáfa ritsins virðist þáttur í almennri starfsemi félagsins og ekki verður séð að sérstök sjónarmið um útgáfustarfsemi félagasamtaka, sem rakin eru í leiðbeiningum ríkisskattstjóra (kafli 2.3, a-liður), eigi við um útgáfuna.
Samkvæmt framansögðu er félagið undanþegið skyldu til að innheimta og skila virðisaukaskatti af sölu auglýsinga í ritið. Hins vegar getur ekki komið til endurgreiðslu virðisaukaskatts af útgáfukostnaði.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.