Dagsetning                       Tilvísun
30. júlí 1991                             323/91

 

Virðisaukaskattur af starfsemi ríkisstofnunar.

Með bréfi yðar, dags. 6. febrúar 1990, er óskað álits ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskatt af starfsemi Umferðarráðs. Fram kemur að ráðið lætur framleiða ýmislegt fræðslu- og áróðursefni um umferðarmál, en fæst af því virðist selt yfir kostnaðarverði.

Af þessu tilefni vill ríkisskattstjóri taka fram:

Samkvæmt lögum um virðisaukaskatt eru ríki, sveitarfélög og stofnanir og fyrirtæki þeirra skyld til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð að svo miklu leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki, sbr. 4. tölul. l. mgr. 3. gr. laganna.

Ríkisskattstjóri litur svo á að vörusala opinberra aðila, þ.m.t. sala þeirra á ritum sem þeir gefa út, sé aðeins skattskyld samkvæmt virðisaukaskattslögum ef selt er með hagnaði. Skattskylda (skráningarskylda) er ekki talin vera fyrir hendi ef tekjur af þessari starfsemi eru alltaf eða nær alltaf lægri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti til starfseminnar.

Tekið skal fram að þeir sem selja skattskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991) eru undanþegnir skattskyldu.

Opinberar stofnanir mega einungis telja til innskatts virðisaukaskatt af þeim aðföngum sem eingöngu varða sölu á skattskyldri vöru eða þjónustu, sbr. 4. mgr. 16. gr. virðisaukaskattslaga og 10. gr. reglugerðar nr. 81/1991, um innskatt. Þannig getur stofnunin aðeins talið til innskatts þann virðisaukaskatt sem hún greiðir vegna beins kostnaðar við hina skattskyldu sölu. Ákvæði í reglugerð nr. 81/1991 um skiptingu innskatts vegna blandaðrar starfsemi taka ekki til opinberra stofnana.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.