Dagsetning Tilvísun
6. sept. 1991 339/91
Álag skv. l. mgr. 27. gr. virðisaukaskattslaga.
Ríkisskattstjóri beinir því til skattstjóra að við útreikning álags skv. 1. mgr. 27. gr. virðisaukaskattslaga skuli draga frá álagsstofni inneign gjaldanda vegna fyrri uppgjörstímabila innan sama árs. Þessi regla gildir aðeins þegar skuld (álagsstofn) og inneign myndast við sömu skattbreytingu, t.d. breytingu samkvæmt samanburðarblaði eða vegna skattgjaldabreytinga af öðru tilefni.
Skattbreyting sem leiðir til inneignar hefur ekki áhrif á álag sem gjaldandi hefur sætt vegna síðari tímabila ársins.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.