Dagsetning Tilvísun
12. sept. 1991 343/91
Kæruréttur vegna ákvörðunar skattstjóra um skráningu samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.
Ákvörðun skattstjóra um skráningu skv. 5. gr. laga um virðisaukaskatt er að áliti ríkisskattstjóra kæranleg eftir ákvæðum 29. gr. laganna, enda er með slíkri ákvörðun tekin afstaða til þess hvort aðili sé virðisaukaskattsskyldur eða ekki. Þetta á meðal annars við ákvörðun skattstjóra um að skrá aðila ekki þrátt fyrir tilkynningu hans um starfsemi, t.d. ef skattstjóri telur að ekki sé um að ræða atvinnustarfsemi, og þegar skattstjóri úrskurðar aðila skattskyldan, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um virðisaukaskatt.
Vekja skal athygli viðkomandi aðila á kærurétti hans.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.