Leiðréttingarskylda innskatts vegna fasteigna:

 

VSK reglugerð:

Allur innskattur vegna framkvæmda við fasteign myndar kvöð (óveruleg lágmarksfjárhæð er vegna heildarkvaðar kr. 519.600).
Kvöðin fyrnist á 20 árum vegna innskatts eftir árið 2007 en á 10 árum vegna innskatts fyrir þann tíma.
Kvöðin fylgir þeirri kennitölu sem innskattaði en við sölu fasteignar getur kaupandi sem er til þess bær yfirtekið kvöðina sé það gert með
formlegum hætti. Ekki þarf þó að þinglýsa þeirri yfirtöku.

Við skiptingu félags rennur kvöðin einnig sjálfkrafa með þeirri kennitölu sem hefur eignarhald viðkomandi fasteignar með höndum eftir skiptinguna.