Dagsetning                       Tilvísun
30. mars 1993                        466/1993

 

Aðgöngumiðar að sýningu hestaíþrótta

Með bréfi yðar, dags.14. mars 1993, er óskað eftir staðfestingu þess frá ríkisskattstjóra að aðgöngumiðasala á sýningu H daganna 2., 3. og 4. apríl 1993 verði með öllu undanþegin virðisaukaskatti.

Í bréfi yðar kemur fram að á sýningunni eru ýmis atriði er lúta að hestum og reiðmennsku. Ríkisskattstjóri fellst á að hér sé um íþróttasýningu að ræða.

Samkvæmt 5. tl. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 er m.a. aðgangseyrir að íþróttasýningum undanskilinn virðisaukaskatti.

Í bréfi yðar kemur einnig fram að veitingasala verði á sýningunni á vegum Í. R. Ríkisskattstjóri vill minna á að veitingasala er virðisaukaskattsskyld starfsemi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir.