Dagsetning Tilvísun
28. apríl 1993 471/93
Aðgöngumiðar að sýningu hestaíþrótta
Með bréfi yðar, dags. 19. apríl, er óskað eftir heimild frá ríkisskattstjóra til að aðgöngumiðasala á sýningu íþróttadeildar F og X á S í R daganna 7., 8. og 9. maí 1993 verði undanþegin virðisaukaskatti.
Í bréfi yðar kemur fram að um hestaíþróttasýningu sé að ræða, þar sem hestaíþróttamenn sýna árangur sinn við þjálfun hesta. Allt starf á sýningunni og undirbúningi á henni sé unnið af sjálfboðaliðum og sala aðgöngumiða sé liður í fjáröflun íþróttadeildanna.
Samkvæmt 5. tl. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988 er m.a. aðgangseyrir að íþróttasýningum undanþeginn virðisaukaskatti.
Í bréfi yðar kemur einnig fram að veitingasala verði á sýningunni á vegum Í. Ríkisskattstjóri vill vekja athygli á að veitingasala er virðisaukaskattsskyld starfsemi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson.