Dagsetning Tilvísun
19. júlí 1993 501/93
Afhending bifreiðar til tímabundina afnota
Vísað er til bréfs yðar, dags. 16. júní 1993, þar sem óskað er eftir upplýsingum ríkisskattstjóra um það hvort það sé virðisaukaskattsskyld starfsemi ef fyrirtæki iðnar tímabundið öðru fyrirtæki bifreið sína án endurgjalds.
Í bréfi yðar kemur fram að kvikmyndafélagið vinni að framleiðslu á sjónvarpsþáttaröð sem gerist í V. Umboðsaðili T hafi ákveðið að lána yður, frá 17. júlí til 28. ágúst n.k., sendibifreið á rauðum númerum sem annars sé í sölumeðferð hjá umboðinu. Þessi bifreið muni verða notuð fyrir leikmyndadeild fyrirtækisins til allskyns flutninga í V.
Til svars bréfi yðar skal það tekið fram, að lausafjárleiga og hvers konar auglýsinga- og kynningarstarfsemi er skattskyld skv. meginreglu 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Verði bifreiðin t.d. lánuð gegn auglýsingu í kvikmyndinni, þá fer um skattverð leigunnar eftir reglum 2. mgr. 8. gr. laganna, þar sem segir að miða skuli skattverð við almennt gangverð í sams konar viðskiptum.
Sé bifreið a.á.m. afhent til tímabundina afnota án nokkurs framlags viðtakanda, þ.e. engin vöruskipti eða fjárgreiðslur eiga sér stað og viðtakandi greiðir ekki með auglýsingum (þ.m.t. þakkarlínur til viðkomandi fyrir veittan stuðning fyrir, við eða eftir sýningu kvikmyndar), þá er ekki um virðisaukaskattsskylda athendingu að ræða.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson.