Dagsetning Tilvísun
16. nóv. 1990 175/90
Beiðni erlends borgara um endurgreiðslu á virðisaukaskatti.
Ríkisskattstjóri hefur 24. október sl. móttekið ódagsett bréf yðar varðandi beiðni erlends ríkisborgara um endurgreiðslu virðisaukaskatts af varahlutum sem hann keypti hjá yður sl. sumar í bifreið sína.
Til svars erindinu skal tekið fram að engin lagaheimild er til endurgreiðslu af þessu tagi. Sala vöru til erlendra ferðamanna hér á landi telst ekki útflutningur í skilningi l. tölul.1. mgr. 12. gr.1aga um virðisaukaskatt, sbr. þó sérreglu í 48. gr. laganna um sölu í tollfrjálsum verslunum. Erlendir ferðamenn geta í vissum tilvikum fengið skattinn endurgreiddan, sbr. reglug. nr. 500/1989, en skilyrði endurgreiðslu eftir þeim reglum er m.a. að vörunni sé framvísað við tollgæsluna í lokuðum og innsigluðum umbúðum við brottför úr landinu. Varahlutur sá sem hér um ræðir virðist hafa verið settur í bifreið hins erlenda ferðamanns og þannig notaður hér á landi. Í því tilviki er ekki um endurgreiðslurétt að ræða.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.