Dagsetning                       Tilvísun
14. mars 1997                            790/97

 

Breyting á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisauka-skattsskyldra aðila

Hér með sendist yður, hr./fr. skattstjóri, ljósrit af reglugerð nr. 136/1997, um breyting á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, með breytingu skv. reglugerð nr. 539/1993, frá 14. febrúar s.l.

Reglugerð nr. 136/1997 tekur gildi hinn 1. maí n.k.

Helstu nýmæli reglugerðarinnar varða:

1)         Formkröfur til reikningseyðublaða.
2)         Heimild til útgáfu gíróseðla í stað reikninga í tilteknum tilvikum.
3)         Kvittanir og skattþrep vegna sölu gjafakorta.
4)         Meðferð mismunar á uppgjöri samkvæmt sjóðvél og talningu.
5)         Heimildir ríkisskattstjóra til þess að leyfa annars konar tekjuskráningu.
6)         Formkröfur til skjala sem liggja til grundvallar innskattsfærslum.
7)         Útlagðan kostnað vegna opinberra þjónustugjalda.
8)         Varðveislu bókhaldsgagna.

Hjálagt fylgir og handrit til prentsmiðju að orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 3/1997, en þar er ítarlegar greint frá helstu breytingum.

Reglugerðin verður nánar kynnt starfsmönnum virðisaukaskattseininga á fundi sem haldinn verður fyrir gildistöku hennar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ingibjörg Ingvadóttir