Dagsetning                       Tilvísun
15. janúar 2001                            968/01

 

Breytingar á lögum og reglugerðum

Bréf þetta geymir yfirlit yfir breytingar, sem gerðar voru á árinu 2000 og það sem af er árs 2001, á lögum og reglugerðum á sviði virðisaukaskatts, vörugjalds og skilagjalds. Þá er vikið að breytingum á sviði búnaðargjalds er gildi tóku á árinu 2000.

Virðisaukaskattur – lagabreytingar:

Nr. 82/2000     Um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 3/2000.

Nr. 104/2000   Breyting á lögum um álagningu gjalda á vörur (V. kafli). Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 3/2000.

Nr. 105/2000   Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 3/2000.

Þá hafði auglýsing nr. 78/2000, um breyting á viðauka I við tollalög nr. 55/1987, með síðari breytingum, áhrif á viðauka I við lög um virðisaukaskatt.

Virðisaukaskattur – reglugerðabreytingar:

Nr. 375/2000   Breyting á reglugerð nr. 294/1997, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. Breyting varðaði kaup vöru í báðum þrepum í sömu verslun.

Nr. 559/2000   Breyting á reglugerð nr. 554/1993, um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl., með síðari breytingum. Breytingar voru gerðar til samræmis við breytingalög nr. 105/2000.

Nr. 560/2000   Breyting á reglugerð nr. 294/1997, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. Breyting varðaði stytt uppgjörstímabils endurgreiðsluaðila.

Nr. 709/2000   Reglugerð um tollmeðferð póstsendinga. Nýja reglugerðin kom í stað eldri reglugerðar um sama efni nr. 310/1992.

Nr. 901/2000   Breyting á reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 1/2001.

Nr. 903/2000   Breyting á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 1/2001.

Nr. 15/2001     Breyting á reglugerð nr. 598/1999, um rafrænt bókhald, geymslu rafrænna gagna og lágmarkskröfur til rafrænna bókhaldskerfa. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 1/2001.

Nr. 16/2001     Breyting á reglugerð nr. 50/1993, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 1/2001.

Nr. 18/2001     Breyting á reglugerð nr. 192/1993, um innskatt, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna virðisaukaskatts nr. 1/2001.

Virðisaukaskattur – grunnfjárhæðir

Sjá ákvarðandi bréf nr. 931 vegna árs 2000 og nr. 966 vegna árs 2001.

Vörugjald – lagabreytingar:

Nr. 103/2000   Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna vörugjalds nr. 1/2000.

Nr. 104/2000   Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna vörugjalds nr. 1/2000.

Þá hafði auglýsing nr. 78/2000, um breyting á viðauka I við tollalög nr. 55/1987, með síðari breytingum, áhrif á viðauka I við lög um vörugjald.

Vörugjald – reglugerðabreytingar:

Nr. 52/2000   Breyting á reglugerð nr. 436/1998, um vörugjald. Sjá bréf Vgj. 1/00.

Skilagjald – lagabreytingar:

Nr. 26/2000     Breyting á lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum. Sjá orðsendingu vegna skilagjalds nr. 1/2000.

Skilagjald – reglugerðabreytingar:

Nr. 368/2000   Reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur. Kom í stað eldri reglugerðar um sama efni nr. 282/1994. Sjá orðsendingu vegna skilagjalds nr. 2/2000.

Búnaðargjald – lagabreytingar:

Nr. 112/1999   Breytingar á lögum vegna niðurlagningar Framleiðsluráðs landbúnaðarins (V. kafli). Meginbreytingin varðar lækkun gjaldsins úr 2,65% í 2,55%. Gildistaka laganna var 1. janúar 2000 og koma þau því til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda í ár.

Tekið skal fram að unnið er að uppfærslu lagasamfellu virðisaukaskatts o.fl. óbeinna skatta á tölvutæku formi m.t.t. nýjustu breytinga. Skoðunarslóð tölvusamfellunnar er: www.rsk.is/lög, reglugerðir, úrskurðir o.fl. Ef sækja á tölvusamfelluna í ritvinnsluskjali er slóðin: www.rsk.is/atvinnurekstur/virðisaukaskattur/handbók og lagasamfella. Stefnt er að endurútgáfu prentaðrar lagasamfellu á fyrri hluta ársins.

 

Virðingarfyllst

f.h. ríkisskattstjóra

Ingibjörg Ingvadóttir

Bjarni A. Lárusson