Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             295/91

 

Efni: Virðisaukaskattur – útgáfustarfsemi.

Skattstjóri Norðurlandsumdæmis vestra hefur sent ríkisskattstjóra til afgreiðslu erindi yðar, dags. 9. mars 1990, varðandi virðisaukaskatt af skólablaði A.

Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar.

Eins og fram kemur í leiðbeiningunum (kafli 2.3, c-liður} lítur ríkisskattstjóri svo á að útgáfa skólablaða sé yfirleitt undanþegin skráningarskyldu. Þó kann nemendafélag að vera skráningarskyld vegna útgáfu á fjáröflunarblaði og vegna varanlegrar og reglulegrar útgáfu sinnar, enda séu tekjur hærri en kostnaður við útgáfu og tekjur nemi a.m.k. 172.300 kr. á ári.

Sé um að ræða skráningarskylda starfsemi samkvæmt framansögðu ber útgefanda að innheimta og skila virðisaukaskatti af sölu auglýsinga, þ.m.t. styrktarlínum, í umrætt blað. Jafnframt fæst endurgreiddur (frádreginn) sá virðisaukaskattur sem útgefandi greiðir vegna prentunar og annars beins útgáfukostnaðar við blaðið.

Sé ekki um að ræða skráningarskylda starfsemi fæst enginn virðisaukaskattur endurgreiddur sem innskattur, en hins vegar er útgefandi þá undanþeginn skyldu til að innheimta og skila útskatti af sölu auglýsinga.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.