Dagsetning Tilvísun
22. feb. 1993 449/93
Endurgreiðsla virðisaukaskatts.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 23.nóv.1992, þar sem óskað er eftir áliti ríkisskattstjóra á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna sérhæfðrar vinnu við tölvuskráningu. ¬Þarna er um að ræða tölvuskráningu hjá fyrirtæki þar sem fólk með sérþekkingu á meðferð og lestri sögulegra gagna og heimilda starfar.
Reglugerð nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila, heimilar ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum svo og sveitarfélögum að fá endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu sérfræðinga ef sérstök skilyrði eru uppfyllt.
Í 12.gr. fyrrnefndrar reglugerðar eru talin upp ýmis starfsemi sem endurgreiðslan nær til , en skv 5.tl. greinarinnar er þjónusta verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta, lögfræðinga, löggiltra endurskoðenda og annarra sérfræðinga er almennt þjóna atvinnulífinu nefnd. Ekki hefur verið talið að slík tölvuskráning er þér nefnið í bréfi yðar falli undir fyrrgreint endurgreiðsluákvæði 12.gr. reglugerðarinnar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Vala Valtýsdóttir.