Dagsetning                       Tilvísun
12. desember 1991                             368/91

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af íbúðarhúsnæði.

Með bréfi yðar, dags. 17. október sl., er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort líknarfélagi beri endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við viðhald húseignar þess, sbr. reglugerð nr. 449/1990. Starfsemi félagsins felst í því að reka leiguhúsnæði fyrir tiltekna hópa fólks sem eiga við félagslegan vanda að etja. Fram kemur í erindinu að íbúar greiða leigugjöld á venjulegum leigukjörum fyrir sérherbergi og afnot af sameiginlegri aðstöðu.

Að áliti ríkisskattstjóra virðist umrætt húsnæði vera notað sem íbúðarhúsnæði. Verður því ekki annað séð en endurgreiðsluákvæði reglugerðar nr. 449/1990 taki til þessa húsnæðis.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.