Dagsetning Tilvísun
28. apríl 1992 403/92
Endurgreiðsla virðisaukaskatts af matvörm.
Með bréfi yðar, dags. 6. mars sl., er leitað álits ríkisskattstjóra á því hvort 4. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 637/l989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af matvöru o.fl., taki til kartöfluútsæðis.
Ríkisskattstjóri fær ekki séð að kartöfluútsæði geti fallið undir fyrrgreint ákvæði. Fyrir það fyrsta er meginregla samkvæmt reglugerðinni að hún tekur aðeins til virðisaukaskatts af neysluvöru; þó getur endurgreiðsla skv. 2. og 3. tölul. (kindakjöt og ákveðnar fisktegundir) tekið til vöru sem fer til frekari vinnslu. Í öðru lagi myndi önnur niðurstaða í raun leiða til þess að virðisaukaskattur væri tvívegis endurgreiddur af sömu vörunni. Væri þá augljóslega brotið gegn tilgangi reglugerðarinnar sem fram kemur í 2. mgr. 1. gr.; að samtals virðisaukaskattur af matvöru, sem reglugerðin nær til, verði á smásölustigi að teknu tilliti til endurgreiðslunnar sem næst 14 % í stað 24,5 %.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.