Dagsetning                       Tilvísun
19. desember 1996                             776/96

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts skv. 5. tl. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990 – auglýsingaþjónusta

Vísað er til bréfs yðar dags. 12 desember 1996, þar sem þér óskið álits ríkisskattstjóra á því hvort vinna auglýsingastofu við hönnun og gerð upplýsinga og kynningarbæklings ásamt hönnun á „Lógói“ fyrir bréfsefni o.fl. falli undir ákvæði 5. tl. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.

Samkvæmt nýlegum úrskurði yfirskattanefndar nr. 443/1996, ber við skýringu á inntaki endurgreiðsluákvæðisins í 5. tl. 12. gr. ofangreindrar reglugerðar, að styðjast við 1. mgr. 18. gr. laga nr. 10/1960, sbr, lög nr. 1/1988. Í framangreindum úrskurði yfirskattanefndar var fallist á að kæranda bæri réttur til endurgreiðslu greidds virðisaukaskatts af aðkeyptri vinnu frá auglýsingastofum, þ.e. af auglýsingaþjónustu s.s. gerð, miðlun og ráðgjöf varðandi auglýsingar, en ekki greidds virðisaukaskatts af auglýsingabirtingum, prentþjónustu o.s.frv.

Í bréfi yðar segist þér leggja þann skilning í inntak fyrrgreinds endurgreiðsluákvæðis að vinna auglýsingastofa við hönnun upplýsinga- og kynningarbæklinga, hönnun þeirra á „Lógói“ o.þ.h. sé endurgreiðsluhæf þjónusta.

Samkvæmt því er að framan greinir er skilningur yðar réttur hvað slíka hönnun varðar, en hins vegar er áréttað að prentunarkostnaður o.þ.h. fellur ekki undir áðurnefnt endurgreiðsluákvæði.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Margrét Steinarsdóttir