Dagsetning                       Tilvísun
4. feb. 1991                             241/91

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila.

Með bréfi yðar, dags. 6. nóvember 1990, er þess óskað að endurgreiðslu virðisaukaskatts til ríkisstofnana, sbr. reglugerð nr. 248/1990, verði hagað með þeim hætti að ríkisbókhald sendi skattyfirvöldum eina formlega beiðni fyrir þær ríkisstofnanir sem ríkisbókhald annast bókhaldsþjónustu fyrir.

Ríkisskattstjóri er samþykkur þessari málsmeðferð. Með beiðni skal fylgja tölvuunnið yfirlit þar sem fram komi sömu upplýsingar fyrir hverja stofnun og beðið er um á eyðublaðinu RSK 10.23. Endurgreiðslubeiðni og fylgigögn má senda í einu lagi til skattstjórans í Reykjavík, einnig þótt beiðni varði að hluta stofnanir sem eru utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkiskattstjóra,

Jón Guðmundsson.