Dagsetning Tilvísun
1. nóvember 1993 559/93
Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila
Vísað er til bréfs yðar, dags. 25. maí 1993, þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort endurgreiða skuli sveitarfélögum og ríkisstofnunum virðisaukaskatt, skv. 3. tl.,1. mgr.,12. gr. reglugerðar nr. 248/1988, af efniskaupum vegna snjómoksturs.
Samkvæmt fyrrgreindu ákvæði skal endurgreiða sveitarfélögum og ríkisstofnunum þann virðisaukaskatt sem þau greiða við kaup á snjómokstri. Í ákvæðinu er einungis tekið fram að endurgreiðslan taki til eiginlegs snjómoksturs, en ekki til hliðstæðrar starfsemi. Því hefur ákvæðið verið túlkað svo að það nái ekki til hálkueyðingar, s.s. salt- og sanddreifingar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Árni Harðarsson