Dagsetning Tilvísun
3. maí 1999 912/99
Endurgreiðsla virðisaukaskatts til opinberra aðila – samræmd neyðarsímsvörun
Að gefnu tilefni þykir ríkisskattstjóra ástæða til að koma eftirfarandi leiðbeiningum til skattstjóra um túlkun á ákvæði 6. tl. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 6. tl. 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila.
Í ákvæðinu er kveðið á um endurgreiðslu virðisaukaskatts til opinberra aðila af þjónusta vaktstöðva vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar.
Með samræmdri neyðarsímsvörun er eingöngu átt við samræmda neyðarsímsvörun skv. lögum nr. 25/1995, sbr. reglugerð nr. 570/1996 (neyðarsímsvörun í 112).
Virðingarfyllst
f.h. ríkisskattstjóra
Harpa Kristjánsdóttir
Ingibjörg Ingvadóttir