Dagsetning                       Tilvísun
6. nóv. 1990                             162/90

 

Frádráttur virðisaukaskatts vegna flugvélar.

Vísað er til bréfs yðar, dags 4. maí sl. , þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort telja megi virðisaukaskatt vegna rekstur flugvélar til innskatts.

Heimilt er að telja virðisaukaskatt vegna reksturs flugvéla til innskatts að því leyti sem tæki þessi eru notuð vegna virðisaukaskattsskyldrar starfsemi. Skattstjóri metur í einstökum tilvikum hvort innkaupum er réttilega skipt milli rekstrar og einkanota. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg skv. 29. gr. lags um virðisaukaskatt.

Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 530/1989, um frádrátt virðisaukaskatts, skal skattstjóri taka mið af þeim reglum og þeirri framkvæmd sem mótast hefur við tekjuskattsálagningu þegar hann leggur mat á það hvort innkaupum er réttilega skipt milli rekstrar og einkanota.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.