Ferðaþjónusta:

VSK lög:

Frá og með 1. janúar 2016 verður þessi þjónusta virðisaukaskattsskyld.
Fólksflutningar verða þó eftir sem áður undanþegnar vegna áætlanaferða.
Þeir ferðaþjónustuaðilar sem selt hafa svokallaðar alferðir, þ.e. pakkaferð í rútu, með mat og gistingu, og framkvæma ferðina sjálfir, geta varla
selt slíka ferð án vsk og vísað til undanþágu vegna ferðaskrifstofa. Ferðaskrifstofuundanþágan tekur einungis til milligöngunnar við viðskiptin,
þ.e. að koma á viðskiptum milli ferðamannsins og þess sem sér um þjónustuna. Þótt fólksflutningar séu undanþegin starfsemi er notast við hæsta
skattþrepið af heildarupphæð, ef skattyfirvöld leiðrétta aftur í tímann, sé reikningur ósundurliðaður án vsk en inniheldur blandaða starfsemi.