Dagsetning                       Tilvísun
8. nóvember 1993                            570/93

 

Góðgerðarstarfsemi

Vísað er til bréfs yðar, dags. 26. október 1993, þar sem spurt er hvort sala X á kynningarspólu um störf Landhelgisgæslunnar á Íslandi beri virðisaukaskatt, en hagnaði af sölunni á að verja að öllu leyti til kaupa á björgunar- og lækningatækjum fyrir þyrlu landhelgisgæslunnar og jafnvel til líknarmála ef fjáröflunin tekst vel.

Til svars bréfi yðar skal tekið fram, að samkvæmt reglugerð nr. 564/1989, um góðgerðarstarfsemi, þá teljast kaup á björgunar- og lækningatækjum fyrir Landhelgisgæsluna ekki til góðgerðarstarfsemi, sbr. 2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar. Þá getur sala myndbanda eigi talist til starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar.

Samkvæmt almennum reglum laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er umrædd sala á myndböndum virðisaukaskattsskyld, enda eiga engin undanþáguákvæði laganna við um söluna.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson.