Dagsetning Tilvísun
27. desember 1993 599/93
Heilbrigðisþjónusta
Vísað er til bréfs yðar, dags. 2. nóvember 1993, þar sem þér leggið fram upplýsingar um starfsemi fótaaðgerðarfræðinga.
Hjálagt fylgir svarbréf ríkisskattstjóra til heilbrigðisráðuneytis frá 18. nóvember 1993 (nr. 575/93), þar sem fram kemur að almenn starfsemi fótaaðgerðarfræðinga er undanþegin virðisaukaskatti skv. 1. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisauka-skatt.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson