Dagsetning                       Tilvísun
22. feb. 1991                             252/91

 

Hlutfall endurgreiðslu virðisaukaskatts af verksmiðjuframleiddu húsi.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 30. júlí 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvert skuli vera endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna verksmiðjuframleidds húss sem afhent er tilbúið að utan og glerjað og tilbúið undir málningu að innan en án raflagna og pípulagna.

Að áliti ríkisskattstjóra er hlutfall endurgreiðslu vegna verksmiðjuframleidds íbúðarhúss, sem afhent er í ofangreindu ástandi, 8,75% af heildarsöluverði að meðtöldum virðisaukaskatti, sbr. b-lið 10. gr. reglug. nr. 449/1990, um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.