Dagsetning Tilvísun
18. desember 1996 775/96
Höfundarréttur – virðisaukaskattur
Vísað er til símbréfs yðar sem sent var Skattstofunni í Reykjavík 15. september 1995 og framsent ríkisskattstjóra 21. nóvember 1996.
Í bréfi yðar er spurst fyrir um, hvort innheimta eigi virðisaukaskatt þegar erlendur höfundarréttur er seldur innanlands t.d. til annarra kvikmyndahúsa eða sjónvarps og hvort innheimta beri virðisaukaskatt í tolli þegar höfundarréttur er keyptur af erlendum aðilum.
Til svars erindinu skal tekið fram að skattskylda samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, nær til hvers konar vöru og verðmæta, svo og vinnu og þjónustu, nema hún sé sérstaklega undanþegin skv. 3. mgr. 2. gr. sömu laga.
Sala á kvikmyndum er skattskyld samkvæmt þessum almennu ákvæðum án tillits til þess hver kaupandinn er. Það sama er að segja um höfundarrétt og sýningarrétt á kvikmyndum. Ekki skiptir máli hvort kaupin fara fram innanlands eða keypt er erlendis frá (vsk í tolli).
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir