Dagsetning Tilvísun
31. mars 1993 467/93
Innflutningur á gögnum til opinberrar stofnunar
Vísað er til bréfs yðar, dags. 18. maí 1992, þar sem farið er fram á úrskurð ríkisskattstjóra um skyldu bókasafns Landlæknisembættisins til að greiða virðisaukaskatt af tímaritum (óinnbundnum sem innbundnum í bókarformi), ritröðum og öðrum skjölum, sem bókasafninu berst frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og heilbrigðisstjórnum annarra Norðurlanda.
Til svars bréfi yðar skal tekið fram, að skv. l. gr. reglugerðar nr. 71/1993 eru skýrslur, upplýsingarit, bækur og önnur prentuð gögn, sem berast frá útlöndum án endurgjalds, til vísindastofnana, bókasafna eða annarra opinberra stofnana, undanþegin virðisaukaskatti.
Prentuð gögn sem bókasafni Landlæknisembættis kann að berast frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og falla undir skilgreiningu l. gr. áður nefndrar reglugerðar eru undanþegin virðisaukaskatti. Ef önnur gögn berast bókasafninu, sem ekki eiga undir l. gr. reglugerðarinnar eða eru ekki undanskilin virðisaukaskatti á annan hátt, s.s. geisladiskar og myndbandsspólur, þá ber að innheimta af þeim virðisaukaskatt.
Ágreiningi sem upp kann að rísa um framkvæmd og túlkun ákvæða reglugerð ar nr. 71/l993 má vísa til fjármálaráðuneytis til úrskurðar, sbr. 4. gr. reglugerðarinnar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir.