Dagsetning Tilvísun
11. júní 1991 279/91
Innskattsfrádráttur vegna kaupa á vélsleða.
Með bréfi yðar, dags. 15. nóvember sl., beinið þér þeirri fyrirspurn til ríkisskattstjóra hvort bóndi fái endurgreiddan virðisaukaskatt vegna kaupa á snjósleða.
Samkvæmt 4. tölul. 1. mgr. 9. gr. reglug. nr. 81/1991, um innskatt, sem birt var 28. febrúar sl., er óheimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt vegna öflunar eða leigu vélsleða nema þeir séu eingöngu notaðir vegna sölu skattaðila á vörum eða skattskyldri þjónustu. Þetta þýðir m.a. að virðisaukaskattur af kaupum vélsleða fæst ekki endurgreiddur sem innskattur ef tækið er að einhverju leyti notað í þágu eiganda eða starfsmanna fyrirtækis. Fram að gildistöku reglug. nr. 82/1991, var það ekki skilyrði fyrir innskattsfrádrætti vegna vélsleða að tækið væri eingöngu notað vegna virðisaukaskattsskyldrar starfsemi. Væri slíkt tæki bæði notað vegna skattskyldrar starfsemi og til einkanota mátti telja virðisaukaskatt af kaupum til innskatts að því leyti sem þau töldust varða hinn skattskylda rekstur.
Skattstjóri skal meta í einstökum tilvikum hvort innkaupum sé réttilega skipt milli skattskylds rekstrar og einkanota. Við það mat skal hann taka mið af þeim reglum og þeirri framkvæmd sem mótast hefur við tekjuskattsálagningu.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.