21/5/91
LEIÐBEININGAR UM VIRÐISAUKASKATT AF STARFSEMI MÖTUNEYTA
1.0 Inngangur
Í þessum leiðbeiningum er gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um virðisaukaskatt af starfsemi mötuneyta í fyrirtækjum og stofnunum. Með „starfsemi mötuneytis“ er átt við sölu eða afhendingu fæðis, jafnt heitra eða kaldra máltíða sem hressingar, til starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar, gesta starfsmanna og starfsmanna annarra fyrirtækja eða stofnana sem hafa aðgang að mötuneyti aðila.
Reglurnar eru mismunandi eftir því hvort (1) fæði er afhent án endurgjalds eða (2) fæði er selt. Sé fæði selt skiptir máli hvort það er selt yfir eða undir framleiðsluverði.
2.0 Afhending fæðis án endurgjalds
Ef starfsemi mötuneytis felst eingöngu í afhendingu fæðis án endurgjalds er starfsemin ekki virðisaukaskattsskyld.
Í þessu tilviki er rekstraraðili undanþeginn skyldu til greiðslu virðisaukaskatts af andvirði afhents fæðis. Hann hefur hins vegar engan rétt til að telja til innskatts þann virðisaukaskatt sem hann greiðir vegna aðfanga er varða kaffistofu eða mötuneyti. Þannig er óheimilt að telja til innskatts virðisaukaskatt vegna;
* innréttinga í mötuneyti eða kaffistofu (innréttingar sem ekki eru múr- og naglfastar),
* húsgagna í matsal,
* tækja í eldhúsi og annarra áhalda sem notuð eru vegna kaffistofu eða mötuneytis,
* hvers konar fæðiskaupa rekstraraðila eða kaupa hráefnis vegna kaffistofu eða mötuneytis.
Þó er aðila, sem stundar virðisaukaskattsskylda starfsemi, heimilt að telja virðisaukaskatt af þeim hluta fasteignar sem hann nýtir fyrir kaffistofu eða mötuneyti, svo og af múr- og naglföstum innréttingum í þeim hluta fasteignar, til innskatts eftir sömu reglum og almennt gilda um innskatt vegna fasteigna. Það þýðir m.a. að noti hann fasteign einnig fyrir starfsemi sem undanþegin er virðisaukaskatti verður hann að skipta virðisaukaskatti vegna hennar, þ.m.t. þeim hluta sem notaður er fyrir kaffistofu og mötuneyti, í innskatt og virðisaukaskatt sem ekki má telja til innskatts.
Aðilar sem undanþegnir eru virðisaukaskattsskyldu (óskráðir aðilar) hafa engan innskattsfrádrátt vegna fasteignar, þ.m.t. kaffistofu eða mötuneytis, og fastra innréttinga.
3.0 Sala fæðis
3.1 ALMENNT
Starfræksla mötuneytis er skattskyld ef fæði er selt – jafnvel þótt endurgjald nemi aðeins hluta kostnaðar. Ekki skiptir máli um skattskyldu vegna mötuneytis hvort aðalstarfsemi fyrirtækis eða stofnunar er innan eða utan skattskyldusviðs virðisaukaskattsfaga. Skattskyldan getur til dæmis tekið til starfsmannamötuneyta banka, vátryggingarfélaga og sjúkrahúsa.
Aðili er undanþeginn skattskyldu, einnig vegna mötuneytis, ef samtals sala hans á skattskyldri vöru og þjónustu, þ.m.t. fæðissala reiknuð á verði skv. kafla 3.2, er undir 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991).
3.2 ÚTSKATTUR
Skattverð (það verð sem útskattur reiknast af) miðast við það sem hærra er; söluverð eða reiknað verð sem nemi að minnsta kosti framleiðsluverði afhents fæðis.
Til framleiðsluverðs í þessu sambandi skal telja:
- Hráefniskaup og kaup matvöru til endursölu.
- Greidd vinnulaun vegna innkaupa, matreiðslu, framreiðslu og sölu, en greidd vinnulaun vegna hreinsunar borða, ræstingar og uppþvottar hafa ekki áhrif á þennan útreikning. Þennan launakostnað skal margfalda með hækkunarstuðlinum 1,3 vegna launatengdra gjalda og sameiginlegs kostnaðar.
- Greidd þóknun til verktaka vegna matreiðslu og framreiðslu.
- Orkukaup.
Ef venjulegt söluverð (með virðisaukaskatti) miðast við að mæta öllum ofangreindum kostnaði (með virðisaukaskatti) reiknast útskattur á hverju uppgjörstímabili af heildarendurgjaldi fyrir afhentar máltíðir á tímabilinu.
Ef söluverð er lægra en framleiðsluverð skal reikna útskatt af hinu síðarnefnda verði.
Dæmi um ákvörðun skattverðs
Dæmi l:
Sölutekjur á uppgjörstímabilinu (með vsk.)………………… 800.000 kr.
Vörukaup o.fl. með vsk. ………………………………… 400.000 kr.
Vinnulaun vegna matreiðslu o.fl ásamt álagi ………200.000 kr. +24,5% vsk. . ……… . ………….…………… 49.000 kr. 249.000 kr.
Framleiðsluverð…………………………………………………… 649.000 kr.
Hér eru sölutekjur hærri en framleiðsluverð og því skal miða skattverð við sölutekjurnar.
Útskattur verður:
19,68% af 800.000 kr. = 157.440 kr.
Dæmi 2:
Sölutekjur á uppgjörstímabilinu (með vsk.) …. .. … ………. .. …… 500.000 kr.
Vörukaup o.fl. með vsk. ……. . .. . . ….. …….. ………. ………… .. .… 400.000 kr.
Vinnulaun vegna matreiðslu o.fl. ásmat álagi …. .. … 200.000 kr. + 24,5% vsk. …….. . ……….. ……….. .. … …. ……. 49.000 kr. 249.000 kr.
Framleiðsluverð .. . ……… …. ……….. . .. ….. ….. ……… .. .. .. . . …. 649.000 kr.
Hér er framleiðsluverð hærra en sölutekjur og því skal miða skattverð við hið reiknaða verð.
Útskattur verður:
19,68% af 649.000kr. = 127.723 kr.
3.3 INNSKATTUR
Til innskatts má telja virðisaukaskatt af hráefni, orku og aðkeyptri þjónustu við matreiðslu og framreiðslu.
Aldrei er innskattsfrádráttur vegna lausra innréttinga, tækja og áhalda í eldhúsi eða matsal (kaffistofu). Það fer hins vegar eftir því hvort aðili er skráður eða óskráður hvort hann fær innskattsfrádrátt vegna fasteignar, þ.m.t. þeim hluta eignar sem er notaður undir mötuneyti eða kaffistofu, og fastra innréttinga.
4.0 Mötuneyti sjúkrahúsa, dvalarheimila o.tl.
Athending fæðis til starfsmanna sjúkrahúsa og annarra stofnana gegn greiðslu er virðisaukaskattsskyld samkvæmt sömu reglum og raktar eru í kafla 3.0. Afhending fæðis til sjúklinga, vistmanna o.s.frv. felur hins vegar ekki í sér skyldu til innheimtu virðisaukaskatts.
Sé sameiginlegt mötuneyti fyrir starfsmenn og sjúklinga eða vistmenn má gera virðisaukaskatt upp með eftirfarandi hætti:
* Reikna skal fjölda fæðisdaga starfsmanna (þ.m.t. gestir þeirra) og fæðisdaga sjúklinga/vistmanna og hlutfall fæðisdaga starfsmanna af heildarfæðisdögum.
* Reikna skal launakostnað vegna innkaupa, matreiðslu, framreiðslu og sölu. Greidd laun skal margfalda með með hækkunarstuðlinum 1,3 vegna launatengdra gjalda og sameiginlegs kostnaðar.
* Reikna skal vörunotkun á hvern heildarfæðisdag.
Innskattur reiknast sem 19,68% af reiknaðri vörunotkun (með vsk.) vegna starfsmanna. Vörunotkun vegna starfsmanna finnst með því að margfalda vörunotkun á heildarfæðisdag með fjölda fæðisdaga starfsmanna á tímabilinu.
* Útskattur reiknast sem 19,68% af reiknaðri vörunotkun (með vsk.)vegna starfsmanna að viðbættum 24,5% af launakostnaði vegna matreiðslu, framreiðslu o.s.frv. fyrir starfsmenn.
Dæmi um uppgjör á virðisaukaskatti í mötuneytum sjúkrahúsa o.fl.:
Forsendur:
Launakostnaður: Launakostnaður á uppgjörstímabilinu vegna innkaupa, matreiðslu, framreiðslu og sölu 500.000 kr.
Vörunotkun: Vörunotkun á uppgjörstímabilinu samtals 1.200.000 kr.
Fæðisdagar á uppgjörstímabilinu:
Starfsmenn … ………… 1.000 {1/5)
Sjúklingar/vistmenn. 4.000 (4/5)
Samtals .. ………… . . 5.000
Vörunotkun pr. fæðisdag: 1.200.000 kr. / 5.000 = 240 kr
Útskattur:
19,68% af vörunotkun vegna fæðisdaga starfsmanna (1.000 x 240 kr.) …………………………………… .. …….. . ………..……. 47.232 kr. + 24,5 % af 1/5 hluta launakostnaðar vegna matreiðslu, framreiðslu og sölu (500.000 kr.) ……………… . ……………….……… 24.500 kr.
Samtals…………………………………………………………………. 71.732 kr.
Eins og fram kemur í 3.0 skaf þó miða útskatt við sölutekjur ef þær eru hærri en reiknað framleiðsluverð.
Innskattur:
19.68% af vörunotkun vegna fæðisdaga starfsmanna (l.000 x 240 kr.) .. ………………………… .. ……………….……………… 47.232 kr.
Virðisaukaskattur sem kemur til greiðslu …………………………………. 25.500 kr.
5.0 Skólamötuneyti
Skólamötuneyti (fæðissala til skólanemenda) er undanþegin skattskyldu, sbr. 4. tölul. 4. gr. laga um virðisaukaskatt. Undanþágan tekur ekki til starfsmannamötuneyta. Sé sameiginlegt mötuneyti fyrir starfsmenn og nemendur skal fara með útreikning virðisaukaskatts með sama hætti og lýst var í kafla 4.0.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.