Dagsetning Tilvísun
20. desember 1996 778/96
Miðlar, spákonur, sálarrannsóknarskóli – virðisaukaskattur
Vísað er til bréfs yðar, dags. 5. desember 1996 þar sem óskað er eftir áliti ríkis-skattstjóra á því hvort eftirfarandi starfsemi sé virðisaukaskattsskyld:
- Skyggnilýsingafundir miðla sem haldnir eru í stórum sölum fyrir tugi manns.
- Starfsemi miðla, spákvenna/manna sem halda einkafundi með fólki. Fólk fær segulbandsupptöku af fundinum eða stjörnukort.
- Starfsemi sálarrannsóknarskóla. Fyrirlesarar eru fengnir til þess að tala um ýmis efni t.d. árur, framhaldslíf og geimverur.
Til svars erindinu skal tekið fram að ekkert undanþáguákvæði laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt tekur til ofangreindrar starfsemi. Því ber að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti, af allri þeirri starfsemi sem um er spurt.
Hvað síðasta liðinn varðar þá skal tekið fram að undanþága vegna skóla og menntastofnana sbr. 3. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna nær eingöngu til námsgreina sem unnið hafa sér fastan og almennan sess í hinu íslenska skólakerfi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir